Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. október 2021 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Rashford þarf að setja fótboltann í forgang
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford þurfi að setja fótboltann í forgang.

Rashford hefur barist fyrir réttindum barna á að fá fríar máltíðir í skólum og fengið mikið lof og verið verðlaunaður fyrir betra samfélagi.

Hann hefur einnig tæklað kynþáttafordóma og stofnað félag til að auka lestur hjá börnum en nú vill Solskjær að hann fari að setja fótboltann í forgang.

„Marcus hefur gert marga merkilega hluti og frábæra hluti en nú þarf hann að setja fótboltann í forgang," sagði Solskjær.

Rashford hefur verið frá vegna meiðsla síðan í sumar en hann verður í leikmannahópnum gegn Leicester á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner