
Lesendur Fótbolta.net þurfa að sætta sig við það að fá þrjú viðtöl við Arnar á þremur dögum. Arnar var til viðtals í gær á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn og í dag var hann til viðtals eftir að Víkingur tilkynnti Birni Snæ Ingason sem nýjan leikmann félagsins.
Arnar ræddi um Birni í viðtalinu en fréttaritari var einnig forvitinn um bikarúrslitaleikinn á morgun. Leikurinn verður lokaleikur Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen á ferlinum.
Arnar ræddi um Birni í viðtalinu en fréttaritari var einnig forvitinn um bikarúrslitaleikinn á morgun. Leikurinn verður lokaleikur Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen á ferlinum.
Snýst leikurinn um að kveðja Kára og Sölva eða snýst leikurinn um að vinna bikarinn?
„Bæði, fyrst og fremst að vinna bikarinn en svo vill allur klúbburinn kveðja þá á almennilegan hátt. Við erum ekkert obsessive á það element í okkar undirbúningi en í undirmeðvitundinni og í aðdraganda leiksins á morgun þá verður þetta klárlega notað í einhverri ræðunni að við viljum kveðja þá almennilega," sagði Arnar.
Viðtal við Arnar, þar sem rætt var nánar um bikarúrslitaleikinn, má sjá hér að neðan.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir