Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 15. nóvember 2020 11:16
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í A-landslið Íslands og gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik er Ísland heimsækir England í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn.

Sveinn Aron hefur gert 5 mörk í 13 leikjum fyrir U21 landsliðið og er í byrjunarliðinu sem heimsækir Írland í undankeppni fyrir EM U21 árs landsliða í dag.

Sveinn mun ganga til liðs við A-landsliðshópinn eftir leiki dagsins en þessi ungi sóknarmaður spilar fyrir OB í danska boltanum að láni frá ítalska félaginu Spezia. Sveinn hefur þó ekki fengið mikið af tækifærum í danska boltanum.

Sveinn er 22 ára gamall og gæti orðið fyrsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen til að spila fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner