sun 15. desember 2019 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalið Berlin gekk af velli vegna rasískra ummæla
Mynd: Getty Images
Í gær lék U16 ára lið Herthu Berlin við lið Auerbach. Leikmenn Berlínarfélagsins gengu af velli á 68. mínútu þegar þeir urðu fyrir meintu rasísku aðkasti.

„Við fordæmum rasisma og mismunun í hvaða formi sem er," segir í tilkynningu frá Herthu. „Í svona stöðu þá er viðhorf gagnvart svona hlutum mikilvægara en úrslit leiksins."



Enski fjölmiðillinn Sky Sports vakti athygli á þessu í morgun og rifjar upp tvö dæmi á Englandi sem svipa til þess sem átti sér stað í Þýskalandi í gær.

Í leik Haringey Borough og Yeovil í október gengu leikmenn af velli eftir að leikmaður varð fyrir aðkasti. Þá varð enska landsliðið fyrir miklu aðkasti þegar liðið lék gegn Búlgaríu í Sofia í október, þar þurfti að stöðva leik í tvígang.
Athugasemdir
banner
banner
banner