Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   mán 16. janúar 2023 11:39
Elvar Geir Magnússon
Bournemouth kemst að samkomulagi um Ouattara
Bournemouth hefur komist að samkomulagi um 20 milljóna punda kaupverð á Dango Ouattara, vængmanni Lorient.

Bill Foley, nýr eigandi Bournemouth, er ákveðinn í að stýra liðinu frá fallvandræðum og styrkja leikmannahóp Gary O'Neil.

Outtara er tvítugur og hefur skorað sex mörk og átt sex stoðsendingar í átján leikjum í frönsku deildinni á þessu tímabili.

Fleiri ensk félög hafa sýnt honum áhuga, þar á meðal Everton, en Foley er að reyna að kaupa hlut í Lorient og það hefur gegið Bournemouth forskot í viðræðunum.

Bournemouth hefur tapað fjórum úrvalsdeildarleikjum og sex leikjum í öllum keppnum síðan Gary O'Neil var gerður að stjóra til frambúðar þann 27. nóvember. Liðið hefur fengið þrjú stig úr síðustu níu leikjum.

Bournemouth er stigi fyrir ofan fallsvæði en er með verri markatölu en öll liðin þrjú fyrir neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner