Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 14:36
Elvar Geir Magnússon
Þriggja ára samningur en Arnar vonast til að vera lengur
Icelandair
Arnar á fréttamannafundi.
Arnar á fréttamannafundi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Á fréttamannafundi Arnars Gunnlaugssonar áðan kom fram að samningur hans við KSÍ er til þriggja ára, til ársins 2028.

Arnar segist þó vonast til þess að gengi sitt og liðsins verði á þann veg að hann verði lengur en það í starfinu.

Arnar vill halda sama teymi og átti góðan fund með Davíð Snorra Jónassyni sem verður hans aðstoðarmaður.

Arnar sagði hann vera að taka að sér draumastarf íslensks þjálfara. Hann segist finna fyrir góðri samstöðu innan KSÍ og í samfélaginu og er ánægður með að fólk sé ánægt með ráðninguna.
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Athugasemdir
banner
banner
banner