Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
banner
   fim 16. mars 2023 13:48
Elvar Geir Magnússon
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024 var opinberaður í gær.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum, líkt og í síðustu verkefnum. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, setti Albert til hliðar í september út af slæmu hugarfari en Albert var ekki að byrja leikina og var lítið að koma við sögu. Arnar hringdi í Albert áður en þessi hópur var tilkynntur og ræddu þeir saman.

„Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins," sagði Arnar í gær, en hann var spurður frekar út í þessa ákvörðun í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þá sagði hann: „Ég hringdi í Albert og bauð honum að koma til baka. Það eru margir leikir í þessari undankeppni sem öskra á hæfileika Alberts. Svo eru aðrir leikir í þessari undankeppni sem kalla á aðra hæfileika."

„Ég get sem þjálfari ekki valið leikmenn sem eru ekki tilbúnir að koma inn nema þeir muni byrja leikina. Það er ein af forsendunum," sagði Arnar.

„Síðan eru margar aðrar forsendur í liðsíþróttum. Þetta snýst alltaf um að þú þarft að setja liðið fram yfir sjálfan þig."

Var það krafa frá Alberti að byrja alla leiki í landsliðinu?

„Þegar ég tilkynnti honum að planið væri ekki að hann myndi byrja á móti Bosníu þá var hann efins um að vilja koma. Við áttum mjög gott spjall og vorum hreinskilnir við hvorn annan. Það er ekkert illt á milli okkar... ég er ekki búinn að loka neinum hurðum. Ef Albert er tilbúinn að koma inn og vera með okkur í þessu, þá veit ég að leikmennirnir og liðið myndu fagna því."

„Við einbeitum okkur núna að þessum glugga og ná í sem best úrslit," sagði Arnar.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner