Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 18:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hinrik til liðs við Odd (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Odd
Hinrik Harðarson er genginn til liðs við norska liðið Odd frá ÍA. Odd féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Hinrik er framherji sem fæddur er árið 2004 og er í U21 landsliðshópnum fyrir komandi vináttuleiki. Hinrik er sóknarmaður sem átti gott tímabil í fyrra en það var hans fyrsta tímabil í efstu deild á Íslandi.

Hann var keyptur til ÍA frá Þrótti eftir tímabilið 2023. Hinrik skoraði sjö mörk og lagði upp fimm í 26 leikjum í Bestu deildinni í fyrra.

„Hinrik er upprennandi ungur framherji frá Íslandi sem hefur gert góða hluti. Hann er hungraður og getur náð langt sem mér líkar mjög vel við. Hann hefur spennandi hæfileika í formi árásargirni og styrkleika sem hentar því hvernig við munum spila.. Hann er ekki fullþroskaður en mun þroskast með okkur. Þetta er ungur leikmaður sem er í U21 árs landsliði Íslands og er með réttan prófíl fyrir okkur," sagði Knut Rønningene þjálfari Odd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner