Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   lau 15. mars 2025 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA samþykkir tilboð í Hinrik - Flýgur út í fyrramálið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍA hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net samþykkt tilboð í Hinrik Harðarson. Tilboðið kemur frá norska félaginu Odd og flýgur Hinrik til Noregs í fyrramálið.

Hinrik fer í læknisskoðun á morgun og verður í kjölfarið formlega leikmaður norska félagsins.

Odd, sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári, hefur fylgst með Hinriki í talsverðan tíma og hefur lagt fram fleiri en eitt tilboð í leikmanninn.

Hinrik er framherji sem fæddur er árið 2004 og er í U21 landsliðshópnum fyrir komandi vináttuleiki. Hinrik er sóknarmaður sem átti gott tímabil í fyrra en það var hans fyrsta tímabil í efstu deild á Íslandi. Hann var keyptur til ÍA frá Þrótti eftir tímabilið 2023. Hinrik skoraði sjö mörk og lagði upp fimm í 26 leikjum í Bestu deildinni í fyrra.

Hann er sonur markaskorarans Harðar Magnússonar sem raðaði inn mörkum hjá FH á sínum ferli og lék níu A-landsleiki.

Hinrik verður annar Íslendingurinn til að spila með Odd en Árni Gautur Arason var leikmaður félagsins á árunum 2008-11. Andre Hansen, sem var hjá KR seinni hluta tímabilsins 2009, er leikmaður Odd í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner