Manchester City er að leita að arftaka Kevin de Bruyne sem mun yfirgefa félagið í sumar. Efstur á listanum virðist vera Florian Wirtz, leikmaður Bayer Leverkusen.
Bild í Þýskalandi segir frá því að Pep Guardiola, stjóri Man City, sé búinn að ræða við leikmanninn og útskýra fyrir honum hvernig hann myndi passa inn í liðið.
Bild í Þýskalandi segir frá því að Pep Guardiola, stjóri Man City, sé búinn að ræða við leikmanninn og útskýra fyrir honum hvernig hann myndi passa inn í liðið.
Man City er tilbúið að borga 150 milljónir evra til þess að fá Wirtz samkvæmt Bild og félagið er tilbúið að borga honum 25 milljónir evra á ári í laun.
Leverkusen vonast til að halda þessum frábæra leikmanni en það eru einnig fleiri félög á eftir honum. Faðir leikmannsins vill frekar að sonur sinn fari til Bayern München.
Wirtz er bara 21 árs gamall og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir