Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Huijsen vill vera áfram á Englandi - Verbruggen til Man Utd?
Powerade
Bart Verbruggen í landsleik með Hollandi gegn Íslandi.
Bart Verbruggen í landsleik með Hollandi gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Weigl er orðaður við Leeds.
Weigl er orðaður við Leeds.
Mynd: Gladbach
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Á hverjum morgni er slúðurpakki dagsins hér á Fótbolta.net en þar er skoðað í ensku götublöðin og víðar. BBC tekur saman.

Bournemouth gæti misst spænska varnarmanninn Dean Huijsen (20) í sumar en hann vill þó frekar halda sér í ensku úrvalsdeildinni en að skipta yfir í Bayern München eða Real Madrid. (Talksport)

Manchester United skoðar hvort enski markvörðurinn Aaron Ramsdale (26) hjá Southampton sé tiltækur, vegna áhyggja af frammistöðu Andre Onana (29). (Sun)

Manchester United hefur að minnsta kosti fjóra markverði á blaði, þar á meðal hollenski landsliðsmarkvörðinn hjá Brighton, Bart Verbruggen (22). (i paper)

Chelsea fylgist grannt með þróun franska framherjans Georginio Rutter (22) hjá Brighton. (Florian Plettenberg)

Atletico Madrid hefur áhuga á að fá ganverska miðjumanninn Thomas Partey (31) í sumar. (Marca)

Leeds United hefur mikinn áhuga á fyrirliða Borussia Mönchengladbach, miðjumanninum Julian Weigl (29). Ef Leeds kemst upp í úrvalsdeildina mun félagið væntanlega gera tilboð. (Mail)

West Ham vill fá Caoimhin Kelleher (26), markvörð Liverpool og Írska landsliðsins í sumar. (Mirror)

Newcastle hefur unnið baráttu við Real Madrid og Barcelona um spænska kantmanninn Antonio Cordero (18) hjá Malaga. (Fabrizio Romano), ytri

Viðræður Aston Villa við Rosenborg um norska miðjumanninn Sverre Nypan (18) þokast áfram í rétta átt. (Sky Sports)

AC Milan og Roma munu fá framherjann Tammy Abraham (27) og belgíska miðjumanninn Alexis Saelemaekers (25) alfarið til sín í sumar þrátt fyrir óvissu um stjóramál beggja félaga. (Corriere dello Sport)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur sagt stjórn félagsins að hann vilji halda sænska framherjanum Alexander Isak (25) sem hefur verið orðaður við Liverpool og Arsenal. (Teamtalk)

Enski markvörðurinn Tom Heaton (39) og reynslumikli Norður-írski varnarmaðurinn Jonny Evans (37) munu báðir að yfirgefa Manchester United í sumar þegar samningar þeirra renna út. (Fabrizio Romano)

Liam Delap (22), framherji Ipswich Town, mun hafna því að fara til Manchester United í sumar. (Star)

Real Madrid gæti reynt að fá Jurgen Klopp til að taka við af Carlo Ancelotti. (Sport)

Marco Silva stjóri Fulham, Thomas Frank stjóri Brentford og Andoni Iraola stjóri Bournemouth eru allir orðaðir við stjórastarf Tottenham ef Ange Postecoglou verður rekinn. (Teamtalk)

Iraola myndi líklega afþakka tækifæri til að taka við Tottenham og vera áfram hjá Bournemouth. (Telegraph)

Jorge Sampaoli, fyrrum þjálfari Sevilla og Argentínu, er í viðræðum um að verða nýr stjóri brasilíska félagsins Santos en með liðinu spilar Neymar (33). (TNT Sports)
Athugasemdir
banner
banner