29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 16. apríl 2025 21:22
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með liðið og alla í Þór/KA í dag. Þetta var glæsilegur sigur," Segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 4-1 sigur á Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Sigurinn var öruggur, frammistaða Þórs/KA var frábær og yfirburðirnir miklir.

„Mér leið ekkert alltaf eins og þetta væri öruggt. Þetta er bara þannig lið sem við erum að mæta en sem betur fer náði okkar lið að klára þetta.

Eva Rut Ásþórsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Meiðslin litu ekki vel út og hugsanlega er hún frá í einhvern tíma. Þetta var fyrsti leikur hennar fyrir liðið en hún kom frá Fylki í vetur.

„Ég veit ekkert um ástandið á henni enn sem komið er. Hún á góða að sem munu hjálpa henni í gegnum þetta. Hún er grjóthörð og öllu vön þrátt fyrir ungan aldur. Hún verður mætt að klína honum í samskeytin áður en við vitum af."

Bríet Fjóla Bjarnadóttir, nýorðin 15 ára, skoraði sitt fyrsta mark í dag. Hún er mikið efni og á framtíðina fyrir sér.

„Hún er einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir að hún sé með sérkennilega kennitölu. Aldrei spurning að þegar hún tæki mikin þátt í leikjunum myndi hún skora, við erum ekkert gapandi hissa en þetta er auðvitað gaman.

Viðtalið er í heild hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner