„Ég er hrikalega ánægður með liðið og alla í Þór/KA í dag. Þetta var glæsilegur sigur," Segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 4-1 sigur á Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 4 Þór/KA
Sigurinn var öruggur, frammistaða Þórs/KA var frábær og yfirburðirnir miklir.
„Mér leið ekkert alltaf eins og þetta væri öruggt. Þetta er bara þannig lið sem við erum að mæta en sem betur fer náði okkar lið að klára þetta.
Eva Rut Ásþórsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Meiðslin litu ekki vel út og hugsanlega er hún frá í einhvern tíma. Þetta var fyrsti leikur hennar fyrir liðið en hún kom frá Fylki í vetur.
„Ég veit ekkert um ástandið á henni enn sem komið er. Hún á góða að sem munu hjálpa henni í gegnum þetta. Hún er grjóthörð og öllu vön þrátt fyrir ungan aldur. Hún verður mætt að klína honum í samskeytin áður en við vitum af."
Bríet Fjóla Bjarnadóttir, nýorðin 15 ára, skoraði sitt fyrsta mark í dag. Hún er mikið efni og á framtíðina fyrir sér.
„Hún er einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir að hún sé með sérkennilega kennitölu. Aldrei spurning að þegar hún tæki mikin þátt í leikjunum myndi hún skora, við erum ekkert gapandi hissa en þetta er auðvitað gaman.
Viðtalið er í heild hér að ofan.
Athugasemdir