Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 16. apríl 2025 21:22
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með liðið og alla í Þór/KA í dag. Þetta var glæsilegur sigur," Segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 4-1 sigur á Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Sigurinn var öruggur, frammistaða Þórs/KA var frábær og yfirburðirnir miklir.

„Mér leið ekkert alltaf eins og þetta væri öruggt. Þetta er bara þannig lið sem við erum að mæta en sem betur fer náði okkar lið að klára þetta.

Eva Rut Ásþórsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Meiðslin litu ekki vel út og hugsanlega er hún frá í einhvern tíma. Þetta var fyrsti leikur hennar fyrir liðið en hún kom frá Fylki í vetur.

„Ég veit ekkert um ástandið á henni enn sem komið er. Hún á góða að sem munu hjálpa henni í gegnum þetta. Hún er grjóthörð og öllu vön þrátt fyrir ungan aldur. Hún verður mætt að klína honum í samskeytin áður en við vitum af."

Bríet Fjóla Bjarnadóttir, nýorðin 15 ára, skoraði sitt fyrsta mark í dag. Hún er mikið efni og á framtíðina fyrir sér.

„Hún er einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir að hún sé með sérkennilega kennitölu. Aldrei spurning að þegar hún tæki mikin þátt í leikjunum myndi hún skora, við erum ekkert gapandi hissa en þetta er auðvitað gaman.

Viðtalið er í heild hér að ofan.
Athugasemdir
banner