Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 16. maí 2022 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Jón Sveins: Það er alltaf smá stress að ná fyrsta sigrinum
Jón Sveinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson á hliðarlínunni í kvöld
Jón Sveinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Framarar eru komnir með 5 stig
Framarar eru komnir með 5 stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, gat andað aðeins léttar eftir að Fram vann fyrsta leik sinn í Bestu deild karla í kvöld með 2-1 sigri á Leikni á Domusnova vellinum í efra Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Framarar höfðu átt fína leiki í deildinni og höfðu þegar sótt tvö jafntefli en í kvöld kom fyrsti sigurinn.

Gestirnir höfðu komist 1-0 yfir á 11. mínútu Leiknismenn jöfnuðu í gegnum Emil Berger um miðjan síðari hálfleikinn. Það var svo markamaskínan Guðmundur Magnússon sem tryggði sigurinn og Framarar komnir með 5 stig.

„Já, ég er mjög sáttur. Skoruðum tvö og fengum á okkur eitt, það dugar til að vinna og fá þrjú stig. Mjög erfiður leikur og Leiknir er ekkert auðvelt lið að sækja heim og ná í sigur á móti þannig við erum mjög sáttir við það."

„Það var mikil barátta allan leikinn og menn áttu í erfiðleikum, kannski smá stress í liðunum að sækja fyrsta sigurinn. Bæði lið í þeirri stöðu að ná ekki að sigra. Völlurinn ósléttur og svolítið harður, boltinn skoppaði einkennilega, þannig menn áttu í pínu basli með að ná boltanum niður á grasið og spila fótbolta. Það var kannski bæði aðstæður og taugaveiklun."


Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, var mikilvægur í rammanum hjá Fram og varði tvö dauðafæri en Jón segir að það hafi reynst þeim mikilvægt.

„Algjörlega. Hann gerir mjög vel í báðum færum. Við erum sem betur fer með góðan leikmann í markinu og víðar á vellinum og menn sem gátu þá gert það sem þurfti til að klára leikinn. Gummi kemur inná og klárar færið frábærlega. Við skorum tvö góð mörk og ég er ánægður með það."

Nú er Fram búið að ná í fyrsta sigurinn og stressið komið úr mönnum en hann vonar að þetta sé eitthvað sem hægt er að byggja ofan á.

„Það er engin spurning, Þetta er alltaf smá stress að ná fyrsta sigrinum og við höfum verið að spila ágætis leiki en sem nýliði getur ekki haldið áfram að tala um góðan fótbolta en fá á sig fjögur mörk og tapa leiknum. Vonandi mætum við í næsta leik með smá sjálfstrausts á móti mjög erfiðum andstæðingi eins og öllum í þessari deild. Þar þurfum við að halda áfram að spila okkar leik og ná fram því sem við þurfum til að landa sigri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner