Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Jokanovic mun etja kappi við Heimi
Mynd: Getty Images
Katarska deildin er í mikilli sókn um þessar mundir og var Al-Gharafa að ráða til sín Slavisa Jokanovic, fyrrverandi stjóra Fulham sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina.

Jokanovic var rekinn frá Fulham eftir slæma byrjun á tímabilinu. Claudio Ranieri var ráðinn í staðinn en ekki lagaðist gengi liðsins sem féll.

Jokanovic verður 51 árs í ágúst og hefur áður stýrt Partizan Belgrad, Levski Sofia og Watford meðal annars. Al-Gharafa var nálægt því að krækja í Mohamed Diame, sem yfirgefur Newcastle á frjálsri sölu, fyrr í júní.

Al-Gharafa endaði í 8. sæti katörsku deildarinnar í vor en ætlar að blása til sóknar. Heimir Hallgrímsson er við stjórn hjá Al-Arabi sem endaði í 6. sæti í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner