Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. júní 2020 07:00
Fótbolti.net
Lið 1. umferðar - Fimm KR-ingar
Óskar Örn Haukasson, leikmaður KR.
Óskar Örn Haukasson, leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni er í liðinu.
Hilmar Árni er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar eru ríkjandi í úrvalsliði Fótbolta.net og Domino's eftir fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla. KR vann Val í opnunarleiknum og stórleik umferðarinnar 1-0.

Fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson skoraði eina markið og var valinn maður leiksins. Markvörðurinn Beitir Ólafsson stóð undir gælunafninu 'haförninn', Kennie Chopart var frábær í bakverðinum og Arnþór Ingi Kristinsson mikilvægur á miðjunni. Það er svo við hæfi að Rúnar Kristinsson hljóti nafnbótina þjálfari umferðarinnar.



ÍA byrjaði af góðum krafti og vann 3-1 sigur á KA. Óttar Bjarni Guðmundsson var öruggur í vörninni en maður leiksins var Stefán Teitur Þórðarson sem skoraði tvívegis.

Fjölnismenn náðu í 1-1 jafntefli á útivelli gegn bikarmeisturum Víkings. Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis fór fyrir Grafarvogsliðinu í leiknum en úrslitin komu mörgum á óvart.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði glæsilegt aukaspyrnumark í 2-1 sigri Stjörnunnar á Fylki. Halldór Orri Björnsson er mættur aftur í Garðabæinn og var valinn maður leiksins.

Viktor Karl Einarsson skoraði í 3-0 sigri Breiðabliks gegn Gróttu og var valinn maður leiksins. Þá skoraði Steven Lennon tvö mörk í 3-2 útisigri FH gegn HK í Kórnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner