Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júní 2022 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal að sækja portúgalskan miðjumann
Fabio Vieira.
Fabio Vieira.
Mynd: EPA
Arsenal er að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Fabio Vieira frá Porto.

David Ornstein, sem er einn áreiðanlegasti íþróttafréttamaður Bretlands, segir að kaupverði verði allt að 40 milljónir evra.

Hinn 22 ára gamli Vieira mun fljúga til London í kvöld og búist er við því að hann muni skrifa undir fimm ára samning.

Vieira spilaði 39 leiki með Porto á tímabilinu sem var að klárast, skoraði sjö mörk og lagði upp 16. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður en getur líka spilað aftar og sem fölsk nía.

Vieira er byrjunarliðsmaður í U21 landsliði Portúgals sem var með Íslandi í riðli í undankeppni EM.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins.

Vieira verður annar leikmaðurinn sem Arsenal fær í sumar. Áður voru kaupin á Marquinhos, 19 ára gömlu kantmanni frá Brasilíu, staðfest.
Athugasemdir
banner
banner
banner