Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Donnarumma reifst við fjölmiðlamann - „Þið eruð að reyna að búa eitthvað til"
Gianluigi Donnarumma
Gianluigi Donnarumma
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er hrokafullur og þarf að laga hugarfar sitt en þetta segja ítalskir fjölmiðlar um hann eftir að hann reifst við fjölmiðlamann eftir 5-2 tapið gegn Þýskalandi á dögunum.

Ítalska landsliðið fékk skell gegn Þjóðverjum og þarf Donnarumma að taka á sig fimmta markið eftir að hann gaf þeim fimmta markið á silfurfati með því að gefa frá sér boltann úr teignum.

Donnarumma var fyrirliði landsliðsins í leiknum en hann var spurður út í mistökin og þá svaraði hann fyrir sig.

„Hvenær hefur þetta áður gerst? Þegar það var brotið á mér gegn Real Madrid?" spurði Donnarumma.

„Ef þú vilt búa til einhverja dramatík um þessa hluti, það er allt í góðu. Ég er hér til að tala fyrir hönd liðsins og ef þú vilt skella skuldinni á mig þá máttu gera það. Ég skal taka á mig sökina, því ég er fyrirliðinn og mun halda áfram að gera mitt og held höfuðið hátt."

„Ég held að þið séuð öll að reyna að búa til eitthvað í kringum þessi mistök og það er bara í góðu,"
sagði Donnarumma.

Fjölmiðlamenn á Ítalíu eru ekki hrifnir af þessum svörum Donnarumma og segja hann hrokafullan. Hann þarf að laga viðhorf sitt og geta tekið gagnrýni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner