Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   lau 16. júlí 2022 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurvin Ólafs: Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti Íslands og Bikarmeisturum Víkings þegar 13.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína núna í kvöld. 

FH hafði fyrir leikinn ekki unnið frá því í 6.umferð gegn ÍBV og á því varð enginn breyting í kvöld en FH tapaði gegn Víkingum 0-3 í Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur, þetta var nú allt í járnum lengi vel, þetta myndi alltaf snúast um hvoru meginn fyrsta markið myndi detta og við það þá opnast bara leikurinn ennþá meira. Við þurfum að reyna sækja og reyna jafna og fáum á okkur tvö og þrjú núll og þá er þetta bara búið." Sagði Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Tilfiningin er sú að mér finnst allir vera á fullu gasi og svo er það bara svolítið högg að fá þetta mark á sig. Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark í fótboltaleik og þetta er eitthvað sem menn þurfa bara að hreinsa úr höfðinu á sér að það mun gerast að andstæðingurinn skori mörk hjá okkur en það þýðir ekki að fara allir í baklás við það." 

„Aðal pælingin er að þessi hópur sé alveg nægilega sterkur til þess að búa til betri leik og betri frammistöður og ná í fleirri stig. Þessir menn sem að þóttu allavega góðir framan af þeir urðu ekki hræðilegir á einni nóttu þannig mér finnst þetta ekki lélegur hópur sem þarf nauðsynleg að bæta í akkurat núna með einhverjum neyðarkaupum en auðvitað erum við alltaf að skoða hvort það sé hægt að bæta liðið til framtíðar" Sagði Sigurvin Ólafsson aðspurður um hvort FH myndu reyna bæta einhvejrum við hópinn í glugganum.

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir