Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 16. júlí 2022 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurvin Ólafs: Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti Íslands og Bikarmeisturum Víkings þegar 13.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína núna í kvöld. 

FH hafði fyrir leikinn ekki unnið frá því í 6.umferð gegn ÍBV og á því varð enginn breyting í kvöld en FH tapaði gegn Víkingum 0-3 í Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur, þetta var nú allt í járnum lengi vel, þetta myndi alltaf snúast um hvoru meginn fyrsta markið myndi detta og við það þá opnast bara leikurinn ennþá meira. Við þurfum að reyna sækja og reyna jafna og fáum á okkur tvö og þrjú núll og þá er þetta bara búið." Sagði Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Tilfiningin er sú að mér finnst allir vera á fullu gasi og svo er það bara svolítið högg að fá þetta mark á sig. Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark í fótboltaleik og þetta er eitthvað sem menn þurfa bara að hreinsa úr höfðinu á sér að það mun gerast að andstæðingurinn skori mörk hjá okkur en það þýðir ekki að fara allir í baklás við það." 

„Aðal pælingin er að þessi hópur sé alveg nægilega sterkur til þess að búa til betri leik og betri frammistöður og ná í fleirri stig. Þessir menn sem að þóttu allavega góðir framan af þeir urðu ekki hræðilegir á einni nóttu þannig mér finnst þetta ekki lélegur hópur sem þarf nauðsynleg að bæta í akkurat núna með einhverjum neyðarkaupum en auðvitað erum við alltaf að skoða hvort það sé hægt að bæta liðið til framtíðar" Sagði Sigurvin Ólafsson aðspurður um hvort FH myndu reyna bæta einhvejrum við hópinn í glugganum.

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner