Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   lau 16. júlí 2022 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurvin Ólafs: Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti Íslands og Bikarmeisturum Víkings þegar 13.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína núna í kvöld. 

FH hafði fyrir leikinn ekki unnið frá því í 6.umferð gegn ÍBV og á því varð enginn breyting í kvöld en FH tapaði gegn Víkingum 0-3 í Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur, þetta var nú allt í járnum lengi vel, þetta myndi alltaf snúast um hvoru meginn fyrsta markið myndi detta og við það þá opnast bara leikurinn ennþá meira. Við þurfum að reyna sækja og reyna jafna og fáum á okkur tvö og þrjú núll og þá er þetta bara búið." Sagði Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Tilfiningin er sú að mér finnst allir vera á fullu gasi og svo er það bara svolítið högg að fá þetta mark á sig. Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark í fótboltaleik og þetta er eitthvað sem menn þurfa bara að hreinsa úr höfðinu á sér að það mun gerast að andstæðingurinn skori mörk hjá okkur en það þýðir ekki að fara allir í baklás við það." 

„Aðal pælingin er að þessi hópur sé alveg nægilega sterkur til þess að búa til betri leik og betri frammistöður og ná í fleirri stig. Þessir menn sem að þóttu allavega góðir framan af þeir urðu ekki hræðilegir á einni nóttu þannig mér finnst þetta ekki lélegur hópur sem þarf nauðsynleg að bæta í akkurat núna með einhverjum neyðarkaupum en auðvitað erum við alltaf að skoða hvort það sé hægt að bæta liðið til framtíðar" Sagði Sigurvin Ólafsson aðspurður um hvort FH myndu reyna bæta einhvejrum við hópinn í glugganum.

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner