Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   lau 16. júlí 2022 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurvin Ólafs: Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti Íslands og Bikarmeisturum Víkings þegar 13.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína núna í kvöld. 

FH hafði fyrir leikinn ekki unnið frá því í 6.umferð gegn ÍBV og á því varð enginn breyting í kvöld en FH tapaði gegn Víkingum 0-3 í Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur, þetta var nú allt í járnum lengi vel, þetta myndi alltaf snúast um hvoru meginn fyrsta markið myndi detta og við það þá opnast bara leikurinn ennþá meira. Við þurfum að reyna sækja og reyna jafna og fáum á okkur tvö og þrjú núll og þá er þetta bara búið." Sagði Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Tilfiningin er sú að mér finnst allir vera á fullu gasi og svo er það bara svolítið högg að fá þetta mark á sig. Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark í fótboltaleik og þetta er eitthvað sem menn þurfa bara að hreinsa úr höfðinu á sér að það mun gerast að andstæðingurinn skori mörk hjá okkur en það þýðir ekki að fara allir í baklás við það." 

„Aðal pælingin er að þessi hópur sé alveg nægilega sterkur til þess að búa til betri leik og betri frammistöður og ná í fleirri stig. Þessir menn sem að þóttu allavega góðir framan af þeir urðu ekki hræðilegir á einni nóttu þannig mér finnst þetta ekki lélegur hópur sem þarf nauðsynleg að bæta í akkurat núna með einhverjum neyðarkaupum en auðvitað erum við alltaf að skoða hvort það sé hægt að bæta liðið til framtíðar" Sagði Sigurvin Ólafsson aðspurður um hvort FH myndu reyna bæta einhvejrum við hópinn í glugganum.

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner