Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   lau 16. júlí 2022 20:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurvin Ólafs: Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti Íslands og Bikarmeisturum Víkings þegar 13.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína núna í kvöld. 

FH hafði fyrir leikinn ekki unnið frá því í 6.umferð gegn ÍBV og á því varð enginn breyting í kvöld en FH tapaði gegn Víkingum 0-3 í Kaplakrika.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur, þetta var nú allt í járnum lengi vel, þetta myndi alltaf snúast um hvoru meginn fyrsta markið myndi detta og við það þá opnast bara leikurinn ennþá meira. Við þurfum að reyna sækja og reyna jafna og fáum á okkur tvö og þrjú núll og þá er þetta bara búið." Sagði Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Tilfiningin er sú að mér finnst allir vera á fullu gasi og svo er það bara svolítið högg að fá þetta mark á sig. Þetta á ekki að vera svona mikið högg að fá á sig mark í fótboltaleik og þetta er eitthvað sem menn þurfa bara að hreinsa úr höfðinu á sér að það mun gerast að andstæðingurinn skori mörk hjá okkur en það þýðir ekki að fara allir í baklás við það." 

„Aðal pælingin er að þessi hópur sé alveg nægilega sterkur til þess að búa til betri leik og betri frammistöður og ná í fleirri stig. Þessir menn sem að þóttu allavega góðir framan af þeir urðu ekki hræðilegir á einni nóttu þannig mér finnst þetta ekki lélegur hópur sem þarf nauðsynleg að bæta í akkurat núna með einhverjum neyðarkaupum en auðvitað erum við alltaf að skoða hvort það sé hægt að bæta liðið til framtíðar" Sagði Sigurvin Ólafsson aðspurður um hvort FH myndu reyna bæta einhvejrum við hópinn í glugganum.

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir