Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   þri 16. júlí 2024 10:25
Elvar Geir Magnússon
Patrik til Kortrijk (Staðfest)
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Kortrijk
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er orðinn fyrsti íslenski leikmaðurinn sem Freyr Alexandersson fær til Kortrijk. Belgíska úrvalsdeildarfélagið tilkynnti um komu Patriks í morgun en hann skrifaðu undir samning til sumarsins 2028.

Patrik er 23 ára og er keyptur frá Viking í Noregi en hann á fjóra landsleiki fyrir Ísland. Hann ólst upp hjá Breiðabliki og var í herbúðum Brentford 2018-2022 en var lánaður til Southend, Viborg, Silkeborg og Viking áður en síðarnefnda félagið fékk hann svo til sín.

Talsverður fjöldi Íslendinga hefur verið orðaður við Kortrijk síðan Freyr tók við liðinu en hann framkvæmdi kraftaverk þegar hann náði að halda því uppi í deild þeirra bestu í Belgíu á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner