Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   þri 16. ágúst 2022 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það ekki rétt að Ísak hafi fengið heilahristing
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, var ekki með Breiðabliki í stórleiknum gegn Víkingum í gær.

Ísak sagði í samtali við Fótbolta.net fyrir helgi að hann hefði fengið nokkur höfuðhögg á síðustu vikum. „Þetta er enn frekar óljóst. Þetta er heilahristingur. Ég er búinn að fá þrjú höfuðhögg á sirka þremur vikum og tvisvar er ég búinn að fá heilahristing," sagði leikmaðurinn.

„Ég spilaði í gegnum fyrri heilahristinginn. Núna fékk ég svo boltann í hausinn og var frekar slæmur... Ég er með smá hausverk núna en ég er miklu betri en ég var."

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í þetta eftir leikinn gegn Víkingum. Hann segir það ekki rétt að Ísak hafi verið að spila í gegnum heilahristing, það hafi verið einhver misskilningur.

„Hann fékk nú reyndar ekki heilahristing. Hann hefði ekki spilað ef hann hefði fengið heilahristing. Hann fékk slæmt höfuðhögg og fór af stað þegar það var komið í lag," sagði Óskar.

„Það er spurning hvort hann sé með heilahristing eða ekki núna, en við gerum ráð fyrir því að hann verði klár á mánudaginn eftir viku. Það lítur mjög vel út með hann."

Blikar eiga leik gegn HK í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta föstudagskvöld og Fram í deildinni á mánudagskvöld.
Óskar Hrafn: Leikurinn fær sitt eigið líf þegar Damir fær rautt
Athugasemdir
banner
banner
banner