Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 21:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi valinn maður leiksins: Hefði getað skorað 101. markið
Gylfi fagnar markinu sínu í kvöld.
Gylfi fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins hjá Sky Sports í 3-0 sigri Everton á Salford City í 2. umferð enska deildabikarsins. Gylfi bæði skoraði og lagði upp í leiknum.

Þetta var 100. byrjunarliðsleikur Gylfa hjá Everton og hans 100. mark á Englandi. Gylfi var í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

„Þetta var góð frammistaða og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi.

Hafðiru áhyggjur af stöðunni þegar hún var 1-0 og Salford að spila vel?

„Já í stöðunni 1-0 þá eru þeir alltaf í leiknum. Þeir vörðust vel og við þurftum að skora annað markið. Þeir hefðu getað fengið eitt fast leikatriði eða annan möguleika í seinni hálfleiknum. Það var gott að ná inn öðru markinu sem veitti okkur smá andrými."

Gylfi skoraði annað mark Everton eftir undirbúning frá Anthony Gordon. Gylfi hefði getað skorað annað þegar hann skaut í stöngina. Vissi Gylfi að þetta var hans 100. mark á Englandi?

„Nei ég vissi ekki af því svo það er gott að heyra. Hefði getað skorað 101. markið en það gerðist ekki. Vonandi í næsta leik," sagði Gylfi að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner