Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Frimmi gerði sigurmark Þórs
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 1 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Ólafur Aron Pétursson ('58)

Þór tók á móti Víkingi frá Ólafsvík í fyrri leik dagsins í Lengjudeild karla.

Staðan var markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Ólafur Aron Pétursson nokkuð einkennilegt mark beint úr aukaspyrnu þar sem hvassur vindur spilaði stórt hlutverk.

Boltinn, sem virtist á hreyfingu vegna vindsins þegar Ólafur spyrnti, skoppaði í vítateig Ólsara áður en hann hafnaði í netið og kvörtuðu gestirnir sáran.

Markið stóð og héldu Þórsarar áfram að sækja með vindi. Lítið gekk hjá Víkingi og niðurstaðan 1-0 sigur Þórs.

Þór er búinn að jafna ÍBV á stigum í fjórða sæti. Ólsarar eru fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner