banner
   fös 16. september 2022 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 15. umferð - Gífurlega mikilvæg fyrir sitt lið
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Sandra María Jessen er leikmaður 15. umferðar.

Sandra átti gríðarlega öflugan leik í 3-3 jafntefli Þórs/KA gegn ÍBV en hún skoraði tvisar og lagði upp.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 15. umferðar - Flestar úr fallbaráttuliðum

„Sjálfgefið. Frábær leikur hjá henni. Leggur upp fyrsta markið og skorar tvö frábær mörk, fyrra markið með frábæru skoti fyrir utan teiginn og það síðara með skalla," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í skýrslu sinni frá Akureyri

Sandra var í viðtali eftir leikinn þar sem hún sagði: „Fyrir leikinn hefði maður alltaf sætt sig við eitt stig gegn sterku liði ÍBV."

„Eftir að hafa komið þrisvar til baka langaði manni auðvitað í fleiri stig. Sérstaklega þar sem við skorum fjórða markið en það var tekið af. Ég veit ekki alveg hvort það var rangstaða eða ekki."

„Það er rosalega mikill hugur og karakter í þessu liði. Við sáum að þetta væri hægt og trúðum enn meira á það að við gætum jafnað. Það er gaman að sjá hvað það er mikill hugur í svona ungu og efnilegu liði," sagði Sandra María sem gekk í raðir Þórs/KA á nýjan leik fyrir tímabilið eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári. Hún er búin að vera gífurlega mikilvæg fyrir sitt lið í sumar.

Hún segir að það sé góður andi í liðinu fyrir lokasprettinn en Þór/KA er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferð - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 10. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Sterkust í 11. umferð - Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Sterkust í 12. umferð - Eva Ýr Helgadóttir (Afturelding)
Sterkust í 13. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 14. umferð - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner