Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
banner
   mið 17. ágúst 2022 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 13. umferð - Landsliðsþjálfarinn í stúkunni
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er leikmaður 13. umferðar

Sjá einnig:
Sterkasta lið 13. umferðar - Tvær í fjórða og tvær í þriðja

Ólöf, eða Olla eins og hún er ávallt kölluð, var hreint út sagt mögnuð þegar Þróttur vann 5-1 heimasigur á ÍBV í gær.

„Er að stíga upp úr meiðslum. Var stórkostlega í kvöld og áttu varnarmenn Eyjakvenna engin svör við þeim og þeirri tækni sem hún byr yfir. Frammistaða í hæsta klassa," skrifaði undirritaður í skýrslu sinni frá leiknum. Olla hefur verið að glíma við erfið meiðsli og er hún er að koma til baka eftir það.

„Það er rosalega gaman. Það er erfitt líka og ég þarf að leggja meira á mig en ég hef áður gert. En það gerir bara litlu sigrana meira þess virði. Lykillinn að því að koma til baka er að vera jákvæð. Ég hélt áfram að mæta á leiki, mæta á æfingar og var partur af liðinu þó svo ég var meidd. Þetta var erfitt fyrir andlegu hliðina en það er mjög gaman að spila núna og ég nýtt þess," sagði hún í viðtali eftir leikinn er hún var spurð út í meiðslin.

Þess má geta að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var í stúkunni í Laugardalnum í gær. Olla, sem er bara 19 ára, verður örugglega komin fljótlega í landsliðið ef hún heldur áfram að spila eins og hún gerði í gær.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferða - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 10. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Sterkust í 11. umferð - Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Sterkust í 12. umferð - Eva Ýr Helgadóttir (Afturelding)
Ólöf Sigríður: Fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner