Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 17. júní 2022 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 9. umferð - Galin tölfræði
Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Mynd: Hulda Morthens
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Samantha Leshnak Murphy úr Keflavík er leikmaður níundu umferðar, en þetta er í annað sinn í sumar sem hún fær þessa útnefningu.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 9. umferðar - Ein í fjórða sinn og tvær í þriðja

„Öryggið uppmálað í búrinu. Varði það sem á markið kom og greip inn í mýmargar fyrirgjafir. Frábær leikur sem hún sýndi stoltri móður sinni sem er í heimsókn á landinu og sat í stúkunni og fylgdist með," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrslu sinni úr sigri Keflavíkur á Stjörnunni.

Keflavík vann leikinn 1-0 þrátt fyrir að vera með átta sinnum lægra xG en Stjarnan í leiknum.

Stjarnan átti 28 skot að mark og þrettán þeirra fóru á markið.

Tölfræðin lýgur ekki og er Samantha búin að vera langbesti markvörður Bestu deildarinnar í sumar, allavega ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina. Þar er verið að blanda saman gæði tilrauna sem koma á markið og markafjölda. Keflavík er búið að fá á sig 13 mörk, en þau væru miklu fleiri ef liðið væri ekki með svona frábæran markvörð.

Miðað við þessa tölfræði er Samantha búin að koma í veg fyrir meira en tíu mörk sem er miklu meira en næsti markvörður. Þetta er í raun galin tölfræði þegar mótið er bara hálfnað.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferða - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)


Athugasemdir
banner
banner
banner