mán 08. ágúst 2022 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 11. umferð - Myndað eitt besta miðvarðapar deildarinnar
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Málfríður Erna skoraði tvö fyrir Stjörnuna.
Málfríður Erna skoraði tvö fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigri fagnað í sumar.
Sigri fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Málfríður Erna Sigurðardóttir, varnarmaður Stjörnunnar, er leikmaður elleftu umferðar í deildinni.

Málfríður fór fyrir sínu liði í 1-2 sigri á KR. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk liðsins, það síðara í uppbótartímanum.

„Skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir hornspyrnu og tryggði liðinu stigin þrjú. Miðvörðurinn skorar kannski ekki á hverjum degi en steig upp og kláraði leikinn þegar sóknarmenn Stjörnunnar voru ekki á sínum besta degi," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, fréttaritari Fótbolta.net, í skýrslu sinni frá leiknum.

Málfríður Erna er 38 ára þriggja barna móðir, en hún hefur spilað stórkostlega í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni í sumar.

Málfríður hefur leikið í meistaraflokki síðan 2000 - hún byrjaði að spila áður en margir af liðsfélögunum fæddust. Í fyrra var talað um hvað það væri geggjað fyrir Stjörnuna að fá hana inn og það hefur svo sannarlega verið raunin. Hún og Anna María Baldursdóttir hafa myndað eitt besta miðvarðapar deildarinnar.

Næsti leikur Stjörnunnar er toppbaráttuslagur gegn Breiðabliki á morgun. „Við ætlum að reyna að halda áfram og klára leikinn, bara áfram gakk," sagði Málfríður í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KR.

Tólfta umferðin verður spiluð í heild sinni á morgun.

þriðjudagur 9. ágúst

Besta-deild kvenna
17:30 Þór/KA-Afturelding (SaltPay-völlurinn)
17:30 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)
19:15 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
20:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)
20:00 Þróttur R.-Selfoss (AVIS völlurinn)

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferða - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 10. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner