Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 16. september 2022 22:42
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Guðni Þór: Það er bara draumur þjálfarans að vera með svona góðan efnivið
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson
Guðni Þór Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara eins og við var að búast, bara hnífjafn leikur á móti hörkuliði að austan og spilaðist svona eiginlega eins og við reiknuðum með. Við fáum á okkur mark úr föstu leikaatriði í byrjun seinni hálfleiks sem að var óþægilegt að fá, þær lenda manni færri og oft er það svolítið snúið að spila á móti liðum sem eru einum færri og þær vörðust bara mjög vel en það er svona gott fyrir sálina að skora mark í lokin og fara allavega ekki með tap út úr tímabilinu", sagði Guðni Þór Einarsson þjálfari HK í Lengjudeild kvenna eftir 1-1 jafntefli gegn Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í lokaumferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

HK endar mótið í 4. sæti, Guðni sagðist nokkuð sáttur með árangur liðsins í sumar, 

„Já fyrir fram hefði maður alltaf eiginlega svona hugsanlega tekið það, markmið tímabilsins var í rauninni að fara og stríða þessum toppliðum, eigum við ekki að orða það bara þannig, við ætluðum að fara inn í topp fjóra og það tókst þótt vissulega séum við í topp tveimur svona 80% af tímabilinu. Það gaf okkur alveg mikinn kraft og svona trú og við vildum hiklaust reyna að keyra á það að ná þessum efstu tveimur en það er svolítið súrt að missa þetta svo niður í fjórða sætið þar sem að það er svona lægsta staðan sem við höfum verið í sumar, en hérna svona heilt yfir þá erum við bara mjög sátt við tímabilið, hvernig þetta þróaðist og við sýndum svona hvað í liðinu býr og við erum bara rosalega björt fyrir framtíðinni eins og þú sérð þá eru margir efnilegir leikmenn að spila í dag þannig þetta er bara mjög jákvætt allt saman". 

Viðtalið við Guðna Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir