Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 16. september 2022 22:42
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Guðni Þór: Það er bara draumur þjálfarans að vera með svona góðan efnivið
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson
Guðni Þór Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara eins og við var að búast, bara hnífjafn leikur á móti hörkuliði að austan og spilaðist svona eiginlega eins og við reiknuðum með. Við fáum á okkur mark úr föstu leikaatriði í byrjun seinni hálfleiks sem að var óþægilegt að fá, þær lenda manni færri og oft er það svolítið snúið að spila á móti liðum sem eru einum færri og þær vörðust bara mjög vel en það er svona gott fyrir sálina að skora mark í lokin og fara allavega ekki með tap út úr tímabilinu", sagði Guðni Þór Einarsson þjálfari HK í Lengjudeild kvenna eftir 1-1 jafntefli gegn Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í lokaumferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

HK endar mótið í 4. sæti, Guðni sagðist nokkuð sáttur með árangur liðsins í sumar, 

„Já fyrir fram hefði maður alltaf eiginlega svona hugsanlega tekið það, markmið tímabilsins var í rauninni að fara og stríða þessum toppliðum, eigum við ekki að orða það bara þannig, við ætluðum að fara inn í topp fjóra og það tókst þótt vissulega séum við í topp tveimur svona 80% af tímabilinu. Það gaf okkur alveg mikinn kraft og svona trú og við vildum hiklaust reyna að keyra á það að ná þessum efstu tveimur en það er svolítið súrt að missa þetta svo niður í fjórða sætið þar sem að það er svona lægsta staðan sem við höfum verið í sumar, en hérna svona heilt yfir þá erum við bara mjög sátt við tímabilið, hvernig þetta þróaðist og við sýndum svona hvað í liðinu býr og við erum bara rosalega björt fyrir framtíðinni eins og þú sérð þá eru margir efnilegir leikmenn að spila í dag þannig þetta er bara mjög jákvætt allt saman". 

Viðtalið við Guðna Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner