Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 16. september 2022 22:42
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Guðni Þór: Það er bara draumur þjálfarans að vera með svona góðan efnivið
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson
Guðni Þór Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara eins og við var að búast, bara hnífjafn leikur á móti hörkuliði að austan og spilaðist svona eiginlega eins og við reiknuðum með. Við fáum á okkur mark úr föstu leikaatriði í byrjun seinni hálfleiks sem að var óþægilegt að fá, þær lenda manni færri og oft er það svolítið snúið að spila á móti liðum sem eru einum færri og þær vörðust bara mjög vel en það er svona gott fyrir sálina að skora mark í lokin og fara allavega ekki með tap út úr tímabilinu", sagði Guðni Þór Einarsson þjálfari HK í Lengjudeild kvenna eftir 1-1 jafntefli gegn Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í lokaumferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

HK endar mótið í 4. sæti, Guðni sagðist nokkuð sáttur með árangur liðsins í sumar, 

„Já fyrir fram hefði maður alltaf eiginlega svona hugsanlega tekið það, markmið tímabilsins var í rauninni að fara og stríða þessum toppliðum, eigum við ekki að orða það bara þannig, við ætluðum að fara inn í topp fjóra og það tókst þótt vissulega séum við í topp tveimur svona 80% af tímabilinu. Það gaf okkur alveg mikinn kraft og svona trú og við vildum hiklaust reyna að keyra á það að ná þessum efstu tveimur en það er svolítið súrt að missa þetta svo niður í fjórða sætið þar sem að það er svona lægsta staðan sem við höfum verið í sumar, en hérna svona heilt yfir þá erum við bara mjög sátt við tímabilið, hvernig þetta þróaðist og við sýndum svona hvað í liðinu býr og við erum bara rosalega björt fyrir framtíðinni eins og þú sérð þá eru margir efnilegir leikmenn að spila í dag þannig þetta er bara mjög jákvætt allt saman". 

Viðtalið við Guðna Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner