Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 16. október 2020 06:00
Victor Pálsson
Deulofeu: Ronaldinho sá besti í sögunni
Sá besti?
Sá besti?
Mynd: Getty Images
Gerard Deulofeu, leikmaður Udinese, segir að Ronaldinho, fyrrum leikmaður Barcelona, sé besti leikmaður sögunnar á undan Lionel Messi.

Ronaldinho var frábær knattspyrnumaður á sínum tíma og vann allt mögulegt með Barcelona á ferlinum.

Deulofeu þekkir vel til Barcelona en hann hefur tvisvar verið á mála hjá félaginu og vann þá með Messi sem hann þekkir vel til.

„Að mínu mati þá er Ronaldinho besti leikmaður sögunnar. Ég fékk að hitta hann, ég fór og horfði á leik á Nou Camp og hann sat við hliðina á mér. Það var ótrúleg reynsla," sagði Deulofeu.

„Messi er magnaður líka. Mér líkar mjög vel við hann Ég spilaði með honum í sex mánuði og hann er góð manneskja og frábær leikmaður. Það þekkja allir til hans."

Athugasemdir
banner
banner
banner