Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. nóvember 2020 11:38
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hann var gjörsamlega niðurbrotinn"
Icelandair
Örvar og Hannes Þ. Sigurðsson.
Örvar og Hannes Þ. Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net
Örvar Arnarsson var fréttamaður Fótbolta.net í Búdapest á fimmtudaginn þegar Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik um að komast á EM.

Örvar sagði frá upplifun sinni á leiknum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Þar sagði hann meðal annars frá þungu andrúmslofti á fréttamannafundi Erik Hamren landsliðsþjálfara beint eftir leikinn.

„Hann var gjörsamlega niðurbrotinn. Við sátum þarna á fremsta bekk og tilbúnir með spurningar en það var hreinlega erfitt og vont að bera upp spurningar. Við spurðum hann meðal annars um hans framtíð og hann hélt smá tölu áður en hann tók við spurningum," segir Örvar.

Það var hreinlega sárt að fylgjast með því. Við fundum rosalega til með honum. Hann var þarna fyrir framan okkur og var fámáll og niðurlútur. Maður sá á honum að hann leið mjög illa."

Á laugardagsmorgun tilkynnti Hamren svo að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir Englandsleikinn á miðvikudag.

Þegar hann mætir á fréttamannafundinn er þetta örugglega að fara í gegnum kollinn á honum. Hann búinn að taka ákvörðun og hann vissi að þetta væru endalokin á þessu ferðalagi. Þegar maður sér þessar fréttir (um að hann væri að hætta) þá var hann örugglega að hugsa út í þetta á þessari stundu," segir Örvar.

Hann telur að breytingarnar á íslenska landsliðinu við þessi kaflaskil muni ekki verða eins miklar og margir halda.

Það verður einhver nýliðun en hún verður ekki stórkostleg enda er ekki þörf á því. Við erum með frábært lið."
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskipti hjá Íslandi og Pepsi Max tíðindi
Athugasemdir
banner
banner
banner