Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Calafiori og Tonali sendir heim
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítölsku landsliðsmennirnir Riccardo Calafiori og Sandro Tonali hafa verið sendir heim úr landsleikjahlénu vegna meiðsla.

Tonali lék allan leikinn í sigri gegn Moldóvu á fimmtudaginn en Calafiori var ekki í hóp.

Meiðsli leikmannanna eru ekki talin vera alvarleg en þetta er skellur fyrir Gennaro Ivan Gattuso landsliðsþjálfara.

Ítalía tekur á móti Noregi í lokaumferð I-riðils í kvöld en Ítalir eiga ekki raunhæfa möguleika á að taka toppsætið af markaglöðum Norðmönnum.

Noregur er með þriggja stiga forystu og hefur 29 mörk í plús í markatölu, á meðan Ítalir eru aðeins með 12 mörk í plús. Ítalir þurfa því níu marka sigur til að stela toppsætinu.

Ítalir eru þó öruggir með umspilssæti, en þeim hefur mistekist að fara á síðustu tvö heimsmeistaramót eftir tap í umspili. Fyrst töpuðu Ítalir umspili gegn Svíum fyrir HM 2018 og svo gegn Norður-Makedóníu fyrir HM 2022.

Ítalía er búið að vinna alla leiki sína í undankeppninni hingað til að undanskildu 3-0 tapi í Noregi.

Þjóðirnar eru í riðli með Ísrael, Eistlandi og Moldóvu.
Athugasemdir
banner