Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Harðorður í garð úkraínska liðsins - „Erum nær Færeyjum en bestu þjóðunum“
Á úkraínska sambandið að reka Rebrov?
Á úkraínska sambandið að reka Rebrov?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Oleksandr Pozdeyev, fyrrum þjálfari Kolos í Úkraínu, talar ekki undir rós þegar hann ræðir úkraínska landsliðið, en hann telur það á mjög vondum stað í augnablikinu.

Pozdeyev, sem þjálfaði Kolos frá 2024-2025, spilaði líka lengi vel í efstu deild í landinu.

Tribuna fékk hann til að ræða frammistöðuna gegn Frakklandi og rýna aðeins í framtíðina.

Næst á dagskrá hjá Úkraínu er að spila við Ísland í úrslitaleik í Varsjá, en Pozdeyev segir liðinu hafa farið aftur og það sé ekki hægt að líta á landsliðið sem stórþjóð í fótboltanum.

„Svo virðist sem að á síðustu árum sé úkraínska landsliðsins að nálgast Færeyjar í gæðum en ekki bestu þjóðirnar. Ég meina þá gamla Færeyjaliðið, ekki það sem er að vinna Svartfjallaland og Tékkland. Við gátum ekki skapað hættuleg augnablik fyrir framan markið.“

„Rebrov vildi loka á sem flest svæði fyrir framan vítateiginn en það sorglega er að úkraínska liðið getur ekki nýtt skyndisóknir. Svo gleymi ég auðvitað að nefna Anatoliy Trubin sem átti magnaðar vörslur í markinu.“

„Það er alveg ljóst að gæðastaðall úkraínska boltans er mjög veikburða og ekki hægt að bera okkur saman við Frakkland. Okkar leikmenn geta ekki unnið einn á einn stöðu og hræddir við allt. Ímyndaðu þér ef við myndum sækja, taka áhættu, sundurspila andstæðinginn og tapa 15-0? Auðvitað getur þú það ekki því enginn yrði ánægður með slíka frammistöðu.

„Þetta var ekki unglingalið Úkraínu sem fór til Parísar að spila í undankeppni HM, heldur A-landsliðið. Hópurinn okkar er með topp leikmenn frá Shakhtar, Dynamo Kiev og félögum í stærstu deildum Evrópu. Þeir þéna allir svakaleg laun og svo vorum við aðeins með einn nýliða í Mykhavko (Dynamo Kiev).


Sagði hann einnig að það þyrfti að gera breytingar til þess að ná í árangur og þó hann hafi ekki beint kallað eftir höfði Rebrov, þá gaf hann það samt í skyn.

„Allir leikmenn liðsins hafa spilað ótrúlega mikilvæga leiki fyrir landsliðið en við náum ekki einu sinni að eiga þrjú skot á markið? Við getum ekki keypt einhvern inn í landsliðið heldur aðeins þróað unga leikmenn. Það þýðir að við þurfum að gera þjálfarabreytingar. Ég er ekki að fara fram á að Rebrov verði rekinn, en það er samt þörf á breytingum. Þetta getur ekki haldið áfram þennan veg,“ sagði Pozdeyev.
Athugasemdir
banner
banner