Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   fös 17. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Liverpool tekur á móti Man Utd
23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Átta leikir verða spilaðir á morgun og tveir á sunnudag. Síminn sýnir beint frá fimm leikjum.

Lærisveinar Jose Mourinho í Tottenham eiga útileik við Watford í hádeginu á morgun. Rúmum hálftíma eftir leikslok fara sex aðrir leikir af stað.

Þar á meðal er heimaleikur Arsenal gegn Sheffield United sem verður sýndur á Sjónvarpi Símans líkt og tíðkast hefur með laugardagsleikina sem hefjast klukkan 15:00.

Á sama tíma eiga Englandsmeistarar Manchester City heimaleik við Crystal Palace á meðan David Moyes og Carlo Ancelotti eigast við á Upton Park.

Moyes, sem er nýlega tekinn við West Ham, mætir þar sínum gömlu vinnuveitendum í Everton sem eru búnir að spila undir stjórn Carlo Ancelotti í tæpan mánuð.

Newcastle og Chelsea eigast svo við í síðasta leik dagsins.

Á sunnudaginn gæti Jóhann Berg Guðmundsson tekið þátt í heimaleik Burnley gegn Leicester. Jói hefur verið mikið meiddur á tímabilinu en nýjustu meiðslin sem hann varð fyrir eru smávægileg. Burnley er búið að tapa fjórum leikjum í röð og þarf helst sigur til að forðast fallsvæðið.

Síðasti leikur helgarinnar og jafnframt sá stærsti er á dagskrá eftir að viðureign Burnley lýkur.

Liverpool á þar heimaleik við Manchester United, sem er eina liðið til að ná í stig gegn lærisveinum Jürgen Klopp það sem af er tímabils.

Laugardagur:
12:30 Watford - Tottenham (Síminn Sport)
15:00 Arsenal - Sheffield Utd (Sjónvarp Símans)
15:00 Man City - Crystal Palace
15:00 West Ham - Everton
15:00 Norwich - Bournemouth
15:00 Southampton - Wolves
15:00 Brighton - Aston Villa
17:30 Newcastle - Chelsea (Síminn Sport)

Sunnudagur:
14:00 Burnley - Leicester (Síminn Sport)
16:30 Liverpool - Man Utd (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner