fös 17. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Liverpool tekur á móti Man Utd
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er meiddur en ætlar að láta sprauta sig með verkjalyfjum og spila þrátt fyrir sársaukann samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Marcus Rashford er meiddur en ætlar að láta sprauta sig með verkjalyfjum og spila þrátt fyrir sársaukann samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Átta leikir verða spilaðir á morgun og tveir á sunnudag. Síminn sýnir beint frá fimm leikjum.

Lærisveinar Jose Mourinho í Tottenham eiga útileik við Watford í hádeginu á morgun. Rúmum hálftíma eftir leikslok fara sex aðrir leikir af stað.

Þar á meðal er heimaleikur Arsenal gegn Sheffield United sem verður sýndur á Sjónvarpi Símans líkt og tíðkast hefur með laugardagsleikina sem hefjast klukkan 15:00.

Á sama tíma eiga Englandsmeistarar Manchester City heimaleik við Crystal Palace á meðan David Moyes og Carlo Ancelotti eigast við á Upton Park.

Moyes, sem er nýlega tekinn við West Ham, mætir þar sínum gömlu vinnuveitendum í Everton sem eru búnir að spila undir stjórn Carlo Ancelotti í tæpan mánuð.

Newcastle og Chelsea eigast svo við í síðasta leik dagsins.

Á sunnudaginn gæti Jóhann Berg Guðmundsson tekið þátt í heimaleik Burnley gegn Leicester. Jói hefur verið mikið meiddur á tímabilinu en nýjustu meiðslin sem hann varð fyrir eru smávægileg. Burnley er búið að tapa fjórum leikjum í röð og þarf helst sigur til að forðast fallsvæðið.

Síðasti leikur helgarinnar og jafnframt sá stærsti er á dagskrá eftir að viðureign Burnley lýkur.

Liverpool á þar heimaleik við Manchester United, sem er eina liðið til að ná í stig gegn lærisveinum Jürgen Klopp það sem af er tímabils.

Laugardagur:
12:30 Watford - Tottenham (Síminn Sport)
15:00 Arsenal - Sheffield Utd (Sjónvarp Símans)
15:00 Man City - Crystal Palace
15:00 West Ham - Everton
15:00 Norwich - Bournemouth
15:00 Southampton - Wolves
15:00 Brighton - Aston Villa
17:30 Newcastle - Chelsea (Síminn Sport)

Sunnudagur:
14:00 Burnley - Leicester (Síminn Sport)
16:30 Liverpool - Man Utd (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner