Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ratcliffe hefur ferli til að reyna að kaupa Manchester United
Mynd: EPA
Sir Jim Ratcliffe hefur opinberlega hafið ferli í að reyna að kaupa Manchester United en fjárfestingahópurinn INEOS leiddur af Sir Jim er sá fyrsti til að opinbera formlega áhuga á að eignast félagið.

Stuttu eftir að viðtal Pierce Morgan við Cristiano Ronaldo þar sem hann m.a. gagnrýndi eigendur United kom út yfirlýsing þar sem Glazer fjölskyldan var opin fyrir því að selja félagið.

Ratcliffe er mikill stuðningsmaður United en hann reyndi að kaupa Chelsea áður en Todd Boehly tók við en tilboðið frá Ratcliffe kom of seint.

INEOS er eigandi Nice í Frakklandi en fyrirtækið eignaðist félagið fyrir 100 milljónir evra árið 2019. Manchester United er talið vera metið á í kringum 5 milljarða punda.


Athugasemdir
banner
banner