Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 17. febrúar 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
UEFA hafnar boði Ísrael um að hýsa leiki á EM
UEFA hefur hafnað tilboði frá Ísrael um að láta leiki á EM í sumar fara fram þar.

EM var upphaflega frestað í fyrra vegna kórónuveirunnar.

Mótið á að fara fram í tólf borgum víðsvegar um Evrópu og UEFA ætlar að halda sig áfram við þær áætlanir í augnablikinu þrátt fyrir erfiða stöðu vegna kórónuveirunnar.

Ísrael er fremst í flokki í heiminum í bólusetningu í dag og yfirvöld þar í landi buðu fram þrjá leikvanga fyrir EM í sumar þar sem hægt væri að taka á móti áhorfendum.

Ísrael hefur einnig boðist til að halda úrslitaleikina í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni í vor en UEFA ætlar að halda þeim möguleika opnum.
Athugasemdir
banner