Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 17. mars 2021 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins Covid-19 getur komið í veg fyrir að Sævar spili með Leikni
Sævar í leik á undirbúningstímabilinu.
Sævar í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis í Breiðholti, er líklega að semja við annað félag á næstunni en þrátt fyrir það kemur hann til með að spila með uppeldisfélagi sínu í Breiðholti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Sævar skoraði þrettán mörk í tuttugu leikjum í Lengjudeildinni í fyrra og var einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Í síðustu viku var greint frá því að Breiðablik og fleiri félög hefðu áhuga á Sævari. Samningur hans við Leikni rennur út í árslok og verður hann líklega seldur á næstunni. Hann mun hins vegar ekki spila í öðrum búningi en Leiknisbúningnum í sumar.

„Ekkert nema Covid-19 getur komið í veg fyrir að Sævar Atli spili með Leiknisliðinu í sumar," segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.

Við skulum vona að kórónuveirufaraldurinn setji ekki strik í reikninginn á komandi fótboltasumri líkt og hann gerði á því síðasta.

Sjá einnig:
Siggi Höskulds: Leikmenn eiga hrós skilið fyrir hugarfarið
Athugasemdir
banner
banner
banner