Lazio 3 - 1 Bodo-Glimt (2-3 eftir vítakeppni)
1-0 Valentin Castellanos ('21 )
2-0 Tijjani Noslin ('90 )
3-0 Boulaye Dia ('100 )
3-1 Andreas Helmersen ('109 )
Rautt spjald: Andreas Helmersen, Bodo-Glimt ('120)
1-0 Valentin Castellanos ('21 )
2-0 Tijjani Noslin ('90 )
3-0 Boulaye Dia ('100 )
3-1 Andreas Helmersen ('109 )
Rautt spjald: Andreas Helmersen, Bodo-Glimt ('120)
Noregsmeistarar Bodö/Glimt munu spila í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir að hafa unnið Lazio eftir vítakeppni í Róm.
Lazio hafði á brattann að sækja eftir að hafa tapað 2-0 í Noregi, en þetta fór ágætlega af stað hjá heimamönnum sem komust yfir á 21. mínútu er Valentin Casellanos fékk boltann um einum metra frá marki eftir sendingu Gustav Isaksen og skoraði með laglegri hælspyrnu.
Ítalska liðið pressaði og pressaði á norska liðið sem virtist ætla að ná að halda út en þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði varamaðurinn Tijjani Noslin af stuttu færi eftir hornspyrnu.
Þetta kom Lazio í framlengingu gegn útkeyrðum Norðmönnum.
Boulaye Dia skoraði þriðja mark Lazio á 100. mínútu og leit allt út fyrir að þetta væri komið hjá Ítölunum, en í síðari hlutanum náðu Bodö/Glimt-menn að troða inn marki á 109. mínútu er Andreas Helmersen stangaði fyrirgjöf frá vinstri í netið.
Helmersen, bjargvættur Bodö, var rekinn af velli undir lokin er honum tókst að tækla tvo leikmenn í einu og fékk sitt annað gula spjald.
Manni færri tókst Bodö að halda út og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem liðið vann frækinn 3-2 sigur á Lazio og Nikita Haikin, markvörður Bodö, óumdeild hetja leiksins með tvær vörslur í vítakeppninni og almennt magnaða frammistöðu í þessari tveggja leikja rimmu.
Bodö/Glimt er fyrsta liðið í sögu Noregs til að komast í undanúrslit í Evrópukeppni og verður fróðlegt að sjá hvort það nái að komast enn lengra og tryggja sér í úrslitin en Bodö mætir Tottenham í undanúrslitunum á meðan Man Utd mætir Athletic.
Athugasemdir