Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 17. maí 2016 10:19
Elvar Geir Magnússon
Einar Hjörleifs fór á sjóinn eldsnemma í morgun
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er skammt störra högga á milli hjá Einari Hjörleifssyni, markverði Víkings í Ólafsvík. Hann varði eins og Berserkur í gær, meðal annars vítaspyrnu, þegar Ólsarar unnu 3-0 sigur gegn Skagamönnum.

Þessi 38 ára gamli sjómaður tók hanskana af hillunni fyrir tímabilið til að vera til taks fyrir sitt lið og það borgaði sig heldur betur.

Einar stóð í rammanum vegna meiðsla Cristian Martínez, Spánverjans í marki Ólafsvíkurliðsins og var valinn maður leiksins.

Eldsnemma í morgun, klukkan 5, var Einar svo mættur út á sjó og hafði ekki tíma til að veita Fótbolta.net viðtal þar sem allt var brjálað að gera.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband sem vinnufélagi hans birti af honum á Twitter:




Athugasemdir
banner
banner
banner