Það er skammt störra högga á milli hjá Einari Hjörleifssyni, markverði Víkings í Ólafsvík. Hann varði eins og Berserkur í gær, meðal annars vítaspyrnu, þegar Ólsarar unnu 3-0 sigur gegn Skagamönnum.
Þessi 38 ára gamli sjómaður tók hanskana af hillunni fyrir tímabilið til að vera til taks fyrir sitt lið og það borgaði sig heldur betur.
Þessi 38 ára gamli sjómaður tók hanskana af hillunni fyrir tímabilið til að vera til taks fyrir sitt lið og það borgaði sig heldur betur.
Einar stóð í rammanum vegna meiðsla Cristian Martínez, Spánverjans í marki Ólafsvíkurliðsins og var valinn maður leiksins.
Eldsnemma í morgun, klukkan 5, var Einar svo mættur út á sjó og hafði ekki tíma til að veita Fótbolta.net viðtal þar sem allt var brjálað að gera.
Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband sem vinnufélagi hans birti af honum á Twitter:
@Einar_Hjorleifs með hreint lak í gær, annað uppá teningnum núna! pic.twitter.com/dG6cws2DCg
— Tryggvi Hafsteinsson (@tryggvi85) May 17, 2016
Þessi kóngur var maður leiksins í gær og henti sér svo bara út á sjó kl 5 í morgun! pic.twitter.com/xVS4G7PWq9
— Þórhallur Kári (@totik2) May 17, 2016
Athugasemdir