Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 17. júní 2018 09:18
Magnús Már Einarsson
Aron í ítarlegu viðtali: Þetta var tilfinningarússíbani
Icelandair
Aron og Kristbjörg Jónasdóttir eiginkona hans glöð eftir leik.
Aron og Kristbjörg Jónasdóttir eiginkona hans glöð eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron heilsar Messi fyrir leikinn í gær.
Aron heilsar Messi fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var tilfinningarússíbani," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í dag aðspurður hvernig það var að leiða íslenska landsliðið út á völl í fyrsta leik á HM gegn Argentínu í gær.

Aron meiddist á ökkla og hné í leik með Cardiff í lok apríl og þurfti að fara í aðgerð. Hann var í kapphlaupi við tímann fyrir HM en náði að jafna sig í tæka tíð og leiða liðið út á völl í gær.

„ Maður var búinn að bíða eftir þessu augnabliki. Það eru fimm vikur síðan ég fór í aðgerð og ég veit ekki hvernig hægt er að lýsa þessu. Það er erfitt að lýsa því að labba inn á völl og vera loksins kominn í gang."

„Ég var hrikalega stoltur þegar ég labbaði inn á. Ég tók smá tíma til að draga inn andann og upplifa þetta almennilega."


Hugsaði stundum að þetta væri séns
Aron segist ekki hafa alltaf verið viss um að hann myndi ná leiknum gegn Argentínu.

„Það var mikið svekkelsi á tímum. Sumir dagar voru betri en aðrir. Aðra daga hugsaði ég að það væri ekki séns að myndi ná þessu. Það góða við að vera búinn að lenda í svona svipuðum meiðslum, sérstaklega ökklanum, er að ég er vanur því að koma til baka úr þeim. Hnéð var líka mjög gott í gær. Þessar fimm vikur voru mjög erfiðar en þær voru klárlega þess virði þegar ég kom inn á völlinn í gær."

Þakkar fjölskyldunni
Aron hefur hrósað eiginkonu sinni Kristjbjörgu Jónasdóttur og fjölskyldunni fyrir að hafa hjálpað sér í gegnum endurhæfingarferlið.

„Eins og ég hef sagt áður þá hafa Kristbjörg, fjölskyldan og allir ýtt mér áfram. Þau eiga hrós skilið fyrir það. Þegar maður er í fótbolta er erfitt upp á hausinn að gera að vita ekki hvort þú fáir að spila á HM. Það er gott að eiga gott fólk að."

Í góðum gír í dag
Aron segist ekkert finna fyrir meiðslunum í dag. „Það eru gömlu góðu harðsperrurnar í dag og stífleiki. Ökklinn er góður og hnéð er gott. Ég er frábær," sagði Aron í viðtali í dag.

„Ég tek því rólega í dag. Ég tók tvo skokkhringi. Þetta tekur tíma að jafna sig og það er gott að vera með góða sjúkraþjálfara og læknateymi sem hugsar um mig og alla strákana, án gríns til miðnættis."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner