Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 17. júlí 2022 13:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Ari skoraði í síðasta æfingaleiknum
Mynd: KSÍ

Viðar Ari Jónsson skoraði fyrir Honved frá Ungverjalandi er liðið spilaði sinn síðasta æfingaleik á undirbúningstímabilinu.


Liðið mætti Rudar Velenje frá Slóveníu en Viðar skoraði fyrsta mark leiksins eftir góðan undirbúning liðsfélaga síns. Hann óð í færunum þangað til hann skoraði loksins.

Að lokum vann Honved 3-0 sigur. Viðar skoraði laglegt mark i æfingaleik fyrir 10 dögum gegn slóvenska liðinu Nafta.

Viðar gekk til liðs við Honved í upphafi árs en hann lék 7 leiki á síðasta tímabili án þess að skora. Ungverska deildin hefst að nýju þann 29. júlí.



Athugasemdir
banner