Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 17. september 2020 10:39
Magnús Már Einarsson
Thiago gerir fjögurra ára samning við Liverpool
Kaupverðið tuttugu milljónir punda
Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern Munchen, er á leið til Liverpool en enskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Thiago mun skrifa undir fjögurra ára samning við ensku meistarana en hann mun fá treyju númer 6 hjá félaginu.

Fyrst var talið að kaupverðið yrði í kringum 27 milljónir punda en nýjustu fréttir herma að Liverpool greiði 20 milljónir punda og ofan á það geti bæst bónusgreiðslur upp á 5 milljónir punda.

Thiago er ennþá staddur í Þýskalandi en framundan er læknisskoðun áður en félagaskiptin verða kláruð.

Thiago hóf feril sinn hjá Barcelona en hann hefur leikið með Bayern Munchen síðan árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner