Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   lau 17. september 2022 17:15
Brynjar Óli Ágústsson
Gunnar Heiðar: Myndi ekki segja að það hafi verið mikið réttlæti í þessu
Lengjudeildin
<b>Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra</b>
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mjög svekkjandi,'' segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir 2-1 tap gegn HK í lokaumferð Lengjudeildarinnar.  


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Vestri

Vestri fékk á sig tvö mörk í lok leiksins, eftir að hafa verið yfir frá 11. mínútu. 

„Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið réttlæti í þessu, en þannig er það búið að vera smá hjá okkur. Ef við skorum ekki úr tækifærum okkar til að komast tveimur eða þremur mörkum yfir, þá höfum verið að gefa mörk frá okkur. Núna voru það ekki við sem gáfum mörk frá okkur, það var dómari sem gerði það.''

Gunnar var alls ekki sáttur með dómaranum í þessum leik.

„HK menn voru búnir að öskra yfir þessu alveg frá fyrri hálfleik, um að fá víti. Þegar það er búið að öskra svona oft á þig um að fá víti og sérð svo gæja detta niður þá hugsarðu , jæja núna þarf maður að gefa þeim víti, af því það er búið að tuða svo mikið um það,''

Gunnar hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Vestra.

„Ég ræddi vel og lengi við stjórn Vestra hvernig við myndum sjá lausn til framtíðar. Ég bjó fyrir vestan allt sumar og var ekkert að fara mikið fram og til baka eins og kannski margir aðrir hafa gert. Það voru aðrir hlutir sem við vorum ekki alveg sammála með. Mér finnst ég hafa tekið við erfiðasta giggi landsins á þeim tíma og mér finnst ég hafa skilað þessu ágætlega,'' segir Gunnar

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner