Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. september 2022 17:15
Brynjar Óli Ágústsson
Gunnar Heiðar: Myndi ekki segja að það hafi verið mikið réttlæti í þessu
Lengjudeildin
<b>Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra</b>
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mjög svekkjandi,'' segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir 2-1 tap gegn HK í lokaumferð Lengjudeildarinnar.  


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Vestri

Vestri fékk á sig tvö mörk í lok leiksins, eftir að hafa verið yfir frá 11. mínútu. 

„Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið réttlæti í þessu, en þannig er það búið að vera smá hjá okkur. Ef við skorum ekki úr tækifærum okkar til að komast tveimur eða þremur mörkum yfir, þá höfum verið að gefa mörk frá okkur. Núna voru það ekki við sem gáfum mörk frá okkur, það var dómari sem gerði það.''

Gunnar var alls ekki sáttur með dómaranum í þessum leik.

„HK menn voru búnir að öskra yfir þessu alveg frá fyrri hálfleik, um að fá víti. Þegar það er búið að öskra svona oft á þig um að fá víti og sérð svo gæja detta niður þá hugsarðu , jæja núna þarf maður að gefa þeim víti, af því það er búið að tuða svo mikið um það,''

Gunnar hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Vestra.

„Ég ræddi vel og lengi við stjórn Vestra hvernig við myndum sjá lausn til framtíðar. Ég bjó fyrir vestan allt sumar og var ekkert að fara mikið fram og til baka eins og kannski margir aðrir hafa gert. Það voru aðrir hlutir sem við vorum ekki alveg sammála með. Mér finnst ég hafa tekið við erfiðasta giggi landsins á þeim tíma og mér finnst ég hafa skilað þessu ágætlega,'' segir Gunnar

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner