Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 17. september 2022 17:15
Brynjar Óli Ágústsson
Gunnar Heiðar: Myndi ekki segja að það hafi verið mikið réttlæti í þessu
Lengjudeildin
<b>Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra</b>
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mjög svekkjandi,'' segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir 2-1 tap gegn HK í lokaumferð Lengjudeildarinnar.  


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Vestri

Vestri fékk á sig tvö mörk í lok leiksins, eftir að hafa verið yfir frá 11. mínútu. 

„Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið réttlæti í þessu, en þannig er það búið að vera smá hjá okkur. Ef við skorum ekki úr tækifærum okkar til að komast tveimur eða þremur mörkum yfir, þá höfum verið að gefa mörk frá okkur. Núna voru það ekki við sem gáfum mörk frá okkur, það var dómari sem gerði það.''

Gunnar var alls ekki sáttur með dómaranum í þessum leik.

„HK menn voru búnir að öskra yfir þessu alveg frá fyrri hálfleik, um að fá víti. Þegar það er búið að öskra svona oft á þig um að fá víti og sérð svo gæja detta niður þá hugsarðu , jæja núna þarf maður að gefa þeim víti, af því það er búið að tuða svo mikið um það,''

Gunnar hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Vestra.

„Ég ræddi vel og lengi við stjórn Vestra hvernig við myndum sjá lausn til framtíðar. Ég bjó fyrir vestan allt sumar og var ekkert að fara mikið fram og til baka eins og kannski margir aðrir hafa gert. Það voru aðrir hlutir sem við vorum ekki alveg sammála með. Mér finnst ég hafa tekið við erfiðasta giggi landsins á þeim tíma og mér finnst ég hafa skilað þessu ágætlega,'' segir Gunnar

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner