Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   fös 17. október 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Alisson enn meiddur - Mamardashvili í markinu gegn Man Utd
Alisson spilar ekki um helgina og ekki heldur í næstu viku.
Alisson spilar ekki um helgina og ekki heldur í næstu viku.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Giorgi Mamardashvili mun verja mark Liverpool gegn Manchester United á Anfield á sunnudag.

Arne Slot sagði frá því á fréttamannafundi núna í morgunsárið að Alisson Becker væri enn fjarverandi vegna meiðsla.

„Hann mun ekki spila um helgina og ekki heldur í næstu viku. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvenær hann snýr aftur," sagði Slot en Liverpool heimsækir Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Slot greindi einnig frá því á fundinum að Ryan Gravenberch sé algjörlega klár og þá er búist við því að varnarmaðurinn Ibrahima Konate æfi í dag.

Eru að fá of mörg mörk á sig
Liverpool tapaði þremur leikjum í röð áður en kom að landsleikjaglugganum.

„Ef við berum okkur saman við síðasta tímabil þá erum við ekki að skapa eins mörg færi. En við erum samt það lið sem skapar hæsta xG úr opnum leik og á flest skot á mark, en við erum að fá of mörg mörk á okkur," segir Slot.

„Við höfum fengið á okkur níu mörk og fjögur úr föstum leikatriðum. Það endurspeglar ekki færin sem við höfum fengið á okkur. Úr opnum leik erum við að fá of margar fyrirgjafir á okkur og það er eitthvað sem við þurfum að gera betur í. Við erum að fá fleiri langar sendingar á okkur."

Leikirnir gegn Man Utd sérstakir
„Það er tilhlökkun fyrir alla leiki í ensku úrvalsdeildinni en hún er meiri þegar við mætum Man Utd. Ég veit hversu sérstakur þessi leikur er. Þetta er sá leikur sem flestir í heiminum horfa á. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar því að mín skoðun er sú að United hefur byrjað þetta tímabil betur en taflan segir," segir Slot að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner