Giorgi Mamardashvili mun verja mark Liverpool gegn Chelsea á morgun en Alisson meiddist aftan í læri í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í vikunni.
„Alisson verður ekki með og fer ekki í landsliðsverkefnið með Brasilíu. Ég býst ekki við því að hann verði klár í fyrsta leik eftir landsleikjagluggann. Sjáum hvernig þetta þróast, ég er ekki læknir," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mamardashvili er landsliðsmarkvörður Georgíu en hann kom til Liverpool frá Valencia í sumar.
„Við vissum að við værum að fá inn mjög góðan markvörð. Hann hefur aðlagast vel og nú fær hann það verkefni að leysa af Alisson," segir Slot.
„Alisson verður ekki með og fer ekki í landsliðsverkefnið með Brasilíu. Ég býst ekki við því að hann verði klár í fyrsta leik eftir landsleikjagluggann. Sjáum hvernig þetta þróast, ég er ekki læknir," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mamardashvili er landsliðsmarkvörður Georgíu en hann kom til Liverpool frá Valencia í sumar.
„Við vissum að við værum að fá inn mjög góðan markvörð. Hann hefur aðlagast vel og nú fær hann það verkefni að leysa af Alisson," segir Slot.
Sóknarmaðurinn Hugo Ekitike meiddist einnig gegn tyrkneska liðinu en hann mun æfa í dag og Slot vonar að hann verði klár í leikinn gegn Chelsea. Federico Chiesa æfir einnig í dag.
Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð og Slot segir augljóst að liðið þurfi að gera betur í leiknum gegn Chelsea sem verður á morgun klukkan 16:30.
Athugasemdir