Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   fös 17. október 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mögnuð vika Gunnars - „Tilfinningin er ótrúleg, ég er fljúgandi þessa stundina"
Gunnar Vatnhamar er í lykilhlutverki hjá Víkingi og færeyska landsliðinu.
Gunnar Vatnhamar er í lykilhlutverki hjá Víkingi og færeyska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistaratitlinum fagnað fyrr í þessum mánuði.
Íslandsmeistaratitlinum fagnað fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning hjá Skansin.
Góð stemning hjá Skansin.
Mynd: EPA
'Við vitum að þegar lið koma í heimsókn þá verður þetta erfitt fyrir þau því erum með stuðningsmennina með okkur og við erum mjög góðir á heimavelli'
'Við vitum að þegar lið koma í heimsókn þá verður þetta erfitt fyrir þau því erum með stuðningsmennina með okkur og við erum mjög góðir á heimavelli'
Mynd: EPA
„Við vorum með háar væntingar. Í útileikjunum fannst við geta gert betur, töpuðum á mörkum undir lokin bæði gegn Svartfjallalandi og Tékklandi," segir Gunnar Vatnhamar, landsliðsmaður Færeyja og Íslandsmeistara Víkings. Færeyska landsliðið vann bæði Svartfellinga og Tékka á heimavelli í undankeppni HM á síðustu dögum.

„Við vildum hefna fyrir það, vissum að gætum unnið þá ef við myndum spila rétt og þannig fór það, við unnum."

„Það er erfitt að koma orðum á það, þú ferð hátt upp, það er svo gaman. Stuðningurinn sem við fáum frá Færeyingum og íslensku vinir mínir eru líka mjög stoltir. Þetta er bara ótrúleg tilfinning og ég er spenntur að spila næsta leik því þetta verður bara betra."

Litlar líkur en miði er möguleiki
Færeyingar eiga enn möguleika á því að komast í umspilið fyrir HM en þurfa til þess að ná í jákvæð úrslit gegn Króötum sem eru búnir að vinna riðilinn og á að sama tíma treysta á að Tékkar misstígi sig gegn Gíbraltar.

„Þetta verður erfitt, ég veit það. Í heimaleiknum gegn Króötum töpuðum við en það var beiskt bragð í munninum því okkur fannst við geta gert meira, það var möguleiki á því að ná meiru út úr leiknum. Þetta verður erfiður leikur, en það er hellingur undir fyrir okkur á meðan þeir eru komnir áfram. Kannski gefur það okkur forskot. Við vitum að þeir eru með gæðaleikmenn, en ef við náum okkar taktík rétt og gerum okkar, þá höfum við trú á því að við getum náð í þrjú stig. Vonandi mun Gíbraltar ná í stig gegn Tékkum, þá komumst við áfram. Þú getur alltaf vonað."

Mjög óraunverulegt að vera í möguleika
Bara þessi litli möguleiki á því að ná þessum árangri, hvernig líður þér með hann?

„Það er mjög óraunverulegt, mjög erfitt að koma því í orð. Þetta er draumur að rætast, mann dreymdi þetta ekki í byrjun, en eftir að hafa spilað þessa leiki og hversu góðir við erum í raun og veru, trúin hefur aukist og núna finnur þú fyrir þessu, finnur fyrir trú hjá stuðningsmönnum, í hópnum og öllum Færeyjum. Við erum að vaxa á hverjum degi, og ef við náum þessu ekki núna þá dreymir okkur um að fara langt í næstu keppni. Við munum gera okkar allra besta og vonandi munum við skrifa söguna aftur."

„Loksins er öll fórnin og vinnan utan vallar að skila sér, mögulega skilar hún sér enn betur til baka eftir leikinn Króatíu, vonum það allavega, en tilfinningin núna er ótrúleg, ég er fljúgandi þessa stundina. Næst er það Breiðablik á laugardaginn og ég þarf að vera tilbúinn."


Eru alltaf með Skansin með sér
Það er frábær stemning á Þórsvelli í Þórshöfn. Stuðningsmenn styðja vel við liðið sitt.

„Tilfinningin að spila fyrir framan stuðningsmennina er ótrúleg. 'Skansin' styður alltaf við bakið á okkur, líka þó að við höfum lent í slæmum og svekkjandi töpum. Við vitum að þeir munu alltaf styðja okkur. Andrúmsloftið er frábært, þeir eru lengi áfram eftir leiki og láta í sér heyra. Við vitum að þegar lið koma í heimsókn þá verður þetta erfitt fyrir þau því erum með stuðningsmennina með okkur og við erum mjög góðir á heimavelli."

Gunnar varð Íslandsmeistari með Víkingi sunnudaginn 5. október eftir sigur á FH, vann 4-0 gegn Svartfjallalandi á fimmtudag og 2-1 gegn Tékklandi sunnudaginn 12. október. Ótrúleg vika hjá varnarmanninum.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Gunnar í fréttinni hér að neðan en það verður líka spilað í heild sinni í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-977 á milli 12-14 á morgun.
Athugasemdir