Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 18:24
Elvar Geir Magnússon
Færeyska liðið sló met með sigrinum frækna
Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, lék allan leikinn fyrir Færeyjar.
Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, lék allan leikinn fyrir Færeyjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyjar unnu magnaðan 2-1 sigur gegn Tékklandi í undankeppni HM. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Færeyjar vinna Tékkland og það voru fleiri met sem fylgdu sigrinum.

Færeyjar hafa í fyrsta sinn unnið þrjá landsleiki í röð en liðið vann glæsilegan 4-0 sigur gegn Svartfjallalandi í síðustu viku.

Færeyjar eru með tólf stig í undankeppninni sem er hæsti stigafjöldi sem liðið hefur fengið áður. Fyrir þessa undankeppni höfðu Færeyjar mest fengið níu stig.

Færeyjar eru í þriðja sæti riðilsins og halda í vonina um að stela öðru sætinu en það er ansi langsótt. Liðið er einu stigi á eftir efstu liðum en á einn leik eftir, útileik á móti Króatíu. Tékkland á hinsvegar eftir að mæta stigalausu liði Gíbraltar. Króatar eru á toppnum og eiga þrjá leiki eftir.

Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkings og Jóan Símun Edmundsson sóknarmaður KA voru báðir í byrjunarliði Færeyja í dag.
Athugasemdir