Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjölnir framlengir við fjóra efnilega leikmenn
Gunnar Már Guðmundsson er hér ásamt leikmönnunum fjórum
Gunnar Már Guðmundsson er hér ásamt leikmönnunum fjórum
Mynd: Fjölnir
Knattspyrnudeild Fjölnis framlengdi samninga við fjóra efnilega leikmenn á dögunum en þeir eru allir fæddir árið 2004 og urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili.

Leikmennirnir sem framlengdu við félagið eru þeir Baldvin Þór Berndsen, Alexander Aron Tómasson, Kristófer Dagur Arnarsson og Júlíus Mar Júlíusson.

Þeir voru afar mikilvægir er 3. flokkur Fjölnis varð bikarmeistari og lenti í 2. sæti í deild á Íslandsmótinu.

Fjölnir bindur miklar vonir við þessa ungu og efnilegu leikmenn en félagið hefur átt afar öflugt unglingastarf í gegnum tíðina og skilað mörgum leikmönnum út í atvinnumennsku.

Fjölnir mun spila í Lengjudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner