Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 17. nóvember 2021 15:09
Elvar Geir Magnússon
Tiago búinn að semja við Fram (Staðfest)
Tiago spilar með Fram í efstu deild á næsta ári.
Tiago spilar með Fram í efstu deild á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Tiago Fernandes er búinn að semja við Fram en hann lék með Grindavík í Lengjudeildinni á liðnu tímabili.

Tiago kom fyrst hingað til lands árið 2018 og lék tvö tímabil með Fram. Hann lék síðan alla leikina með Grindavík í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur leikið 83 leiki með Fram og Grindavík og skorað 7 mörk.

Hann leikur með Fram í efstu deild á næsta ári en liðið vann sannfærandi sigur í Lengjudeildinni á liðnu tímabili.

Fram

Komnir
Tiago Fernandes frá Grindavík

Farnir
Kyle McLagan til Víkings R.
Haraldur Einar Ásgrímsson í FH
Aron Kári Aðalsteinsson til Breiðabliks (var á láni)

Samningslausir
Þórir Guðjónsson
Danny Guthrie
Jökull Steinn Ólafsson
Athugasemdir
banner
banner