Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 18. janúar 2025 14:57
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Jónatan Ingi hetja Vals gegn Fram
Jónatan Ingi skoraði eina mark Vals
Jónatan Ingi skoraði eina mark Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 0 Fram
1-0 Jónatan Ingi Jónsson ('76 )

Valur lagði Fram að velli, 1-0, í B-riðli Reykjavíkumóts karla á Hlíðarenda í dag.

Það vakti athygli að Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Vals gegn Fram, en hann hefur verið sterklega orðaður við Fram síðustu daga og sagði Leó Reynisson á X að Valur væri búið að samþykkja tilboð í leikmanninn.

Hann lék hins vegar allan leikinn í dag og það gerði Gylfi Þór Sigurðsson einnig, sem var að spila sinn fyrsta leik í mótinu í ár.

Jónatan Ingi Jónsson skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Valsmenn með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Fram án stiga á botninum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner