Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   sun 18. febrúar 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
O'Neil: Verðum að bæta okkur gegn varnarsinnuðum andstæðingum
Wolves hefur verið að gera flotta hluti undir stjórn Gary O'Neil og unnu þeir frábæran sigur á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

O'Neil var kampakátur eftir sigurinn á Tottenham Hotspur Stadium, þar sem Joao Gomes skoraði bæði mörk Úlfanna eftir stoðsendingar frá Pablo Sarabia og Pedro Neto.

„Strákarnir voru stórkostlegir í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Við þurftum að verja hluta af leiknum í mjög lágri vörn enda vorum við að spila við gríðarlega sterka andstæðinga, en strákunum tókst að loka á þá. Við vorum betra liðið í leiknum og fengum líka frábær færi úr skyndisóknum. Við áttum að vera búnir að gera út af við leikinn fyrir lokaflautið," sagði O'Neil.

„Joao skoraði tvö frábær mörk en við fengum nokkur önnur frábær færi sem við nýttum ekki. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og ég er verulega stoltur af þeim."

Úlfarnir eru um miðja deild eftir þennan sigur, með 35 stig eftir 25 umferðir. Þeir geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti með góðum úrslitum í næstu leikjum.

„Það voru vonbrigði að fá þetta mark á okkur sérstaklega því það var keimlíkt markinu sem við fengum á okkur á síðustu mínútu í tapinu gegn Manchester United, leikmenn misstu einbeitingu og gleymdu sér. Það er líklega það eina neikvæða við sigurinn í dag fyrir utan færanýtinguna sem við þurfum að bæta. Ég er mjög ánægður með varnarleikinn og sköpunina.

„Það er frábært að vinna tvo útileiki í röð gegn Chelsea og Tottenham en við verðum að bæta okkur í leikjum gegn andstæðingum sem spila öðruvísi fótbolta. Við eigum í erfiðleikum gegn liðum sem verjast þétt og beita skyndisóknum."


O'Neil staðfesti að lokum að framherjinn öflugi Matheus Cunha mun líklega ná síðustu leikjum tímabilsins, en hann meiddist illa á dögunum og er byrjaður í endurhæfingu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner