Kyle Walker gekk til liðs við AC Milan í janúar eftir frábæra tíma hjá Man City. Walker hefur komið við sögu í fjórum leikjum fyrir ítalska liðið.
Walker spilar í treyju númer 32 en enska goðsögnin David Beckham spilaði í treyju númer 32 þegar hann lék með Milan á láni frá LA Galaxy árin 2009 og 2010.
„Ég get ekki líkt eftir því sem David Beckham gerði fyrir fótboltann, bæði innan sem og utan vallar. Hann breyttii fótboltanum," sagði Walker.
„Hann sendi mér skilaboð og ég sagði 'Ég vona að þér er sama þótt ég taki númerið þitt.' Hann sagði, 'Já, það er heiður'. Vonandi get ég haldið áfram að spila vel, haldið áfram að ná í sigra fyrir liðið. Það var heiður að fá skilaboð frá honum bara til að fá leyfi að spila í treyjunni."
Athugasemdir